Forsteyptar svalir
(fallegri frágangur, meiri nákvæmni, minni fyrirhöfn)
Forsteyptar svalir frá Sérsteypunni eru vandaðar lausnir sem spara tíma, tryggja betri frágang og einfalda framkvæmdina á byggingarstað.
Svalirnar koma tilbúnar til uppsetningar, með öllu nauðsynlegu – þar með talið innsteyptum niðurföllum og möguleika á dós fyrir útiljós á neðri hæð ef þess er óskað.
- Nákvæmur halli í gólfplötu tryggir rennsli og kemur í veg fyrir vatnspolla
- Hágæða yfirborðsfrágangur, bæði fagurfræðilega og í notkun
- Styttir byggingartíma og minnkar vinnu á staðnum
- Einföld uppsetning – svalirnar koma tilbúnar beint frá verksmiðju
- Hægt að sérsníða stærðir, lögun og útfærslur að óskum kaupanda

Svalir
Fjölbreyttar útfærslur
Næstum takmarkalausir möguleikar
Svalirnar eru einhallandi frá húsinu með innbyggðum niðurföllum sem tryggja skilvirkt frárennsli. Við bjóðum upp á margvíslegar útfærslur, bæði hvað varðar stærð, lögun og frágang – hvort sem um er að ræða klassískar, nútímalegar eða sérsniðnar hönnunarsvalir.
Verðum við hluti af þinni uppbyggingu?
Bókaðu fund með okkur.