Kúluplötur

(fyrir léttari, sterkari og sveigjanlegri burðarvirki)

Kúluplötur frá Cobiax eru háþróuð lausn sem sameinar styrk, léttleika og sveigjanleika í hönnun. Þær henta sérstaklega vel í byggingar með opin rými, þar sem óskað er eftir löngum spennum án bita og færri burðarsúlum.

Léttari plata – sama burðargeta
Í kúluplötum er notast við innbyggð holrúm sem draga úr eigin þyngd plötunnar án þess að skerða burðargetu. Burður dreifist í tvær áttir, sem tryggir jafnvægi og stöðugleika – og dregur úr áhrifum jarðskjálfta. Þetta skilar sér í hagkvæmari og umhverfisvænni byggingalausn.

Mikil hönnunarfrelsi og fjölbreytt notkun
Kúluplötur eru sérhannaðar eftir þörfum og henta bæði í láréttar plötur og hallandi þök. Þær bjóða upp á fjölbreyttar útfærslur fyrir arkitekta og verkfræðinga sem vilja sameina tækni og útlit.

Minnkun CO₂ losun

Kúluplötur

Sveigjanlegra burðarvirki.

Lengdir og útfærslur eru sérsniðnar eftir teikningum viðskiptavina.

Frágangur og uppsetning
Á byggingarstað eru kúluplöturnar lagðar á undirslátt og síðan steypt ofan á þær í fulla þykkt eftir að viðbótarbending, tengijárn og raflagnir hafa verið settar í. Þetta flýtir fyrir framkvæmdum og tryggir nákvæmni.

Sjálfbær lausn – minna kolefnisspor
Í kúluplötunum eru notaðar endurunnar plastkúlur sem mynda holrúmin. Þessi lausn minnkar steypumagn, dregur úr þyngd og þar með einnig kolefnisspori vegna flutninga og framleiðslu.

Framtíðin er græn – með Cobiax kúlum á Íslandi.
Við stefnum framleiðslu á Cobiax vörunum á Íslandi frá árinu 2026, sem mun enn frekar styrkja sjálfbærni, hagkvæmni og afhendingaröryggi.

Cobiax SL

Cobial CSL

FiliGreen

Verðum við hluti af þinni uppbyggingu?

Bókaðu fund með okkur.

Sérsteypan
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.