
Gæðastefna
- Fyrirtækið ræðst aðeins í verkefni sem hæfa færni, þekkingu og hæfni starfsmanna og innviðum fyrirtækisins á hverjum tíma.
- Fyrirtækið leggur áherslu á að rýna þarfir og væntingar viðskiptavinarins í upphafi verks, góð og upplýsandi samskipti meðan á framleiðslu stendur og ánægju hans að verki loknu. Það er ekkert í aðgerðum né athöfnum fyrirtækisins sem kemur viðskiptavininum á óvart.
- Starfsmenn fyrirtækisins hljóta þjálfun og búa yfir hæfni til þeirra verkefna sem fyrirtækið tekur að sér. Stjórnendur þekkja og efla hæfni starfsmanna og úthluta þeim verkefnum við hæfi á hverjum tíma. Starfsmenn starfa við öruggar og umhverfisvænar aðstæður og njóta kjara eins og best gerist í sambærilegu rekstrarumhverfi.
- Fyrirtækið leitar uppi hættur og gerir áhættumat fyrir starfsemi fyrirtækisins í heild og fyrir einstök verkefni vegna umhverfis- og öryggismála með hliðsjón af stöðlunum ISO 14001:2004 og ISO 45001.
- Sérsteypan ehf er vottuð samkvæmt staðlinum ISO 9001:2015 sem stjórnendur nota til daglegrar leiðsagnar við rekstur og framleiðslu.
- Stjórnendur þekkja lög og reglur er varðar rekstur og rekstrarumhverfi fyrirtækisins og leitast við að rýna sérhvert verkefni og upplýsa og leiðbeina starfsmönnum til löglegra athafna.
Verðum við hluti af þinni uppbyggingu?
Bókaðu fund með okkur.