Filigran
(Forsteypar loftplötur)
Afhverju eru forsteyptar loftplötur kallaðar Filigran?
Hugtakið „Filigran“ kemur úr þýsku (Filigranplatte) og á uppruna sinn í latneska orðinu filigrana, sem merkir fínleg og nákvæm samsetning. Í byggingariðnaði vísar það til þynnri og léttari forsteyptra eininga sem auðvelda uppsetningu og tryggja nákvæmni í frágangi.

Filigran
Forsteypar loftplötur.
Filigran loftplötur – snjöll lausn fyrir hraðari uppbyggingu
Filigran loftplötur eru hentugar í alls konar byggingar en eru sérstaklega vinsælar í íbúðarhúsnæði, þar sem þær nýtast sem milliplötur eða þakplötur. Þær flýta fyrir framkvæmdum, lágmarka frágang og bæta yfirborðsgæði.
Þessar forsteyptu plötur, venjulega 6 cm á þykkt, mynda neðri hluta samverkandi plötu sem steypt er ofan á á verkstað.
Neðra yfirborðið er slétt og krefst ekki steinslípunar, en efra yfirborðið er hrjúft og hannað til að tryggja betra viðloðun ásteypulagsins.
Filigran sparar tíma, vinnu og kostnað.
Við bjóðum staðlaða plötubreidd upp á 2,4 metra einingum,
en einnig framleiðum við plötur í sérbreiddum eftir óskum.
Lengd slakbentra platna getur verið allt að 6 metrar.
Þarftu lengra haf á milli burðarveggja, skoðaðu Filigreen
Raflagnir, tengikassa, dósir fyrir ljós og annað innsteyptu efni er komið fyrir í framleiðslu, samkvæmt teikningum – sem dregur enn frekar úr verklegum framkvæmdum á staðnum.
Frá Þorlákshöfn liggur leiðin til allra átta.
Við vinnum í Þorlákshöfn, en þjónustum í allar áttir.
Forsteypt gæði, alltaf á réttum stað.

Verðum við hluti af þinni uppbyggingu?
Bókaðu fund með okkur.