Sérsteypa
(sérsmíði eftir þínum þörfum)
Sérsteypa – sérsmíði eftir þínum þörfum
Sérsteypa er þjónusta okkar við hönnun og framleiðslu á sérsniðnum forsteyptum einingum, þróuð í nánu samstarfi við viðskiptavini. Við leysum fjölbreyttar og krefjandi áskoranir í byggingum og mannvirkjum með nákvæmni, fagmennsku og sveigjanleika.
Fjölbreytt verkefni – vítt notkunarsvið
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval sérsteypu fyrir stór og smá verkefni um allt land.
- Brúarsmíði og burðareiningar fyrir mannvirki
- Stoðbitar og fjósabitar fyrir landbúnaðarbyggingar
- Stoðveggir og vegghleðslur
- Ruslaskýli og tæknirými
- Fiskiker og einingar fyrir sjávarútveg
- Sérverkefni að óskum viðskiptavina
Sterk bygging, nákvæmur frágangur
Sérsteypa sameinar kosti forsmíðaðra lausna – fljótlega uppsetningu, nákvæmni og endingargæði – með sveigjanleika sérsmíðaðra eininga. Hvort sem þú þarft sérlaga stoðbita, sérhönnuð ker eða burðareiningar með sértækum kröfum, getum við sérsmíðað lausn sem uppfyllir þínar þarfir.

Sérseypa
Sérsniðin hönnun
Samstarf og sérsniðin hönnun
Við vinnum náið með verkfræðingum, arkitektum og framkvæmdaraðilum í hverju verkefni, frá hugmynd að uppsetningu. Með traustri verkfræðikunnáttu, vandaðri mótasmiðju og skilvirku framleiðsluferli getum við brugðist hratt við séróskum og flókinni hönnun.
Hafðu samband – við sérsmíðum lausnina
Ef verkefnið þitt krefst sérsmíði þá er Sérsteypa rétti valkosturinn.
Hafðu samband og við skoðum hvernig við getum smíðað eininguna sem verkefnið þitt þarfnast.
Frá Þorlákshöfn liggur leiðin til allra átta.
Við vinnum í Þorlákshöfn, en þjónustum í allar áttir.
Forsteypt gæði, alltaf á réttum stað.

Verðum við hluti af þinni uppbyggingu?
Bókaðu fund með okkur.